Hópefli í einstöku umhverfi

Vinahópar - Stórfjölskyldan - Fyrirtækjahópar - Hvatahópar

Hópar

Efra Nes býður frábæra aðstöðu fyrir hópa sem vilja bjóða fólkinu sínu upp á eitthvað alveg einstakt og eftirminnilegt. í boði eru ljúffengar og fjölbreyttar veitingar sem unnar eru í takt við náttúruna og árstíðir og auðvelt er aðlaga salina, Hlöðuna eða Fjósið, að hverjum viðburði fyrir sig.


Hvort sem það sé lítill hópur eða stór er tilvalið að koma saman í hópefli í Efra Nesi og láta dekra við sinn hóp í hreinu sveitalofti og ævintýralegri aðstöðu. Nóg er plássið innan sem utan dyra og því sama hvort sólin skín eða vindar blása. Fagmannlegt teymi Efra Ness sér til þess að þið eigið góða samverustund í sveitarsælunni.

Sendu okkur fyrirspurn á efranes@efranes.is

Aðstaðan

Efra Nes hefur upp á ótrúlega möguleika að bjóða og spila árstíðirnar lykilhlutverk í matseld, framreiðslu, skreytingu, stemningu og dýralífi á bænum.
Hvort sem óskað er eftir afslöppuðu grilli eða að þjónað sé til borðs vinnum við eftir þörfum hvers og eins.

Rýmin eru þessi:

Hlaðan - allt að 150 manns

Fjósið - allt að 130 manns

Explorers room - 10 manns

Við Fjósið má svo finna dásamlega úti aðstöðu þar sem bekkir klæddir gærum og hlýjum teppum taka hlýlega á móti gestum, ásamt bálstæði sem hægt er að ylja sér við. Hér getur oft verið gaman að grípa í söngbækurnar eða jafnvel fá músíkanta til að spila ljúfa tóna.

Gisting

Fyrir þá sem kjósa að taka útilegu stemninguna alla leið er hægt að panta tjaldcamp á svæðinu. Þar geta gestir skriðið upp í tjald eftir söng og glamr á gítarnum. Tjöldin eru tveggja manna með svefnpokum og dýnu. Fullkomið fyrir þá sem vilja njóta sín í sveitinni!

Afþreying

Fjölmargir afþreyingarmöguleikar eru í nágrenni Efra Ness og gott að enda daginn á góðum mat og drykk í góðum félagsskap í sveitinni.

Skjávarpi, hljóðkerfi, míkrafónar og sýningartjald eru á staðnum fyrir þá sem óska eftir að nýta sér það. Á kvöldin er huggulegt að sitja við eldstæðið og njóta stundar og stað í sveitinni.

Fyrir þá sem vilja hefja ferðina á ævintýrum í Borgarfirði og enda hjá okkur í Efra Nesi þá getum við hjálpað til við að setja saman fullkomna ferð með stoppi í Víðgelmi, Langjökli, Giljaböðum eða einfaldlega öllu sem ykkur gæti dottið í hug! Við erum til taks til að sníða frábæra ferð fyrir hópinn!