Efra Nes býður frábæra aðstöðu fyrir hópa sem vilja bjóða fólkinu sínu upp á eitthvað alveg einstakt og eftirminnilegt. í boði eru ljúffengar og fjölbreyttar veitingar sem unnar eru í takt við náttúruna og árstíðir og auðvelt er aðlaga salina, Hlöðuna eða Fjósið, að hverjum viðburði fyrir sig.
Hvort sem það sé lítill hópur eða stór er tilvalið að koma saman í hópefli í Efra Nesi og láta dekra við sinn hóp í hreinu sveitalofti og ævintýralegri aðstöðu. Nóg er plássið innan sem utan dyra og því sama hvort sólin skín eða vindar blása. Fagmannlegt teymi Efra Ness sér til þess að þið eigið góða samverustund í sveitarsælunni.
Sendu okkur fyrirspurn á efranes@efranes.is