Efra Nes er falin perla í Borgarfjarðarsveit sem er umkringd einstakri náttúru og sögu. Þessi perla er staðsett við Þverá sem er fullkominn staður fyrir fluguveiðar. Staðurinn býður upp á 5 svefnherbergi með tvíbreiðu King rúmmi með einstakt útsýni yfir svæðið.
Perla í Borgarfirði
Á fyrstu hæð bjóðum við upp á tvö herbergi með tvíbreiðu King rúmmi sem hægt er að breyta í tvö rúm. Baðherbergi með sturtu og gufubaði. Úti á palli er einnig heitur pottur til afnota. Á annari hæð er eitt herbergi með tvíbreiðu King rúmmi sem einnig er hægt að breyta í tvö rúm. Baðherbergi með sturtu, stofa, borðstofa og fullbúið eldhús. Á þriðju og efstu hæð, undir súð, eru tvö herbergi með King rúmmi sem hægt er að breyta í tvö rúm. Einnig er huggulegt setustofa og svalir.
Aðstaðan býður upp á kaffivél frá Nespresso, fullbúið eldhús, Wifi, leikföng, bókasafn og sjónvarp. Einnig eru baðsloppar, handklæði, hárblásari og vistvænar vörur frá Sóley á staðnum.