Viðburðir

Salir í sveit

Viðburðir á Efra Nesi

Er veisla, viðburður eða stórafmæli í vændum?

Þegar góða veislu skal gjöra er staðsetningin algjört lykilatriði og sveitarómansinn á Efra Nesi bregst ekki vonum neins.

Býlið hefur allt verið uppgert af mikilli gaumgæfni og býður staðurinn nú upp á ótrúlega möguleika til veisluhalda. Efra Nes er dásamlega afvikið en á sama tíma einungis í um klukkustundar akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

Heimtröðin er innrömmuð með háum trjám og sjarminn er fundinn í smáatriðinum sem hefur verið hugað að í hverju skrefi. Teymi okkar töfrar fram máltíðir unnar úr gæðahráefnum sem fengin eru að mestu úr nærumhverfi og árstíðir spila stóran sess.

Allt er unnið eftir höfði hvers og eins og jafn sjálfsagt að kitla bragðlaukana með einfaldri en gómsætri grilluppsetningu eins og að þjóna til borða við margra rétta stórveislur.

Sendu okkur fyrirspurn á efranes@efranes.is

Aðstaðan

Bærinn hefur upp á ótrúlega möguleika að bjóða og spila árstíðirnar stór hlutverk í öllu, hvort sem það er matseld, framreiðsla, skreytingar eða iðja. Við vinnum eftir óskum hvers og eins og hvort sem það er varðeldur að vetri, harmonikkuhopp að hausti, valskennsla að vori eða sveitabrúðkaup að sumri þá látum við þá drauma rætast.


Rýmin sem eru í boði eru þrjú:

Hlaðan - allt að 150 manns

Fjósið - allt að 130 manns

Explorers room - 10 manns

Við Fjósið má finna dýrindis úti aðstöðu þar sem bekkir eru klæddir gærum og hlýjum teppum og taka hlýlega á móti gestum sem geta þar tyllt sér og notið töfra augnabliksins. Bálstæði stendur svo í miðjunni þar sem hægt er að ylja sér þegar kólna tekur. Hér getur oft verið gaman að grípa í söngbækurnar eða fá músíkanta til að leika fyrir mannskapinn.

Skjávarpi, hljóðkerfi, míkrafónar og sýningartjald eru á staðnum fyrir þá sem óska eftir afnotum og því allt til alls fyrir skemmtiatriði eða aðrar smellnar uppákomur.

Nærumhverfið og afþreying

Efra Nes stendur bjart, hvítmálað með rauðu þaki, á árbökkum hinnar fornfrægu Þverár. Hvert sem lítur býður Borgarfjörðurinn upp á guðdómlegt útsýni og tækifæri til ýmiskonar ævintýra og skoðunarferða
Fyrir þá sem vilja skoða Borgarfjörð betur áður en komið er til okkar í Efra Nes getum við mælt með:

Íshellaskoðun á Langjökli sem hægt er að heimsækja með gríðarstórum fjallajeppum eða jafnvel á snjósleða.

Hraunhellaskoðun í Víðgelmi sem er af mörgum sérfræðingum talinn einn merkilegasti hellir í heimi en hann er einnig einn sá stærsti.

Deildartunguhver og Krauma eru stórkostlegt stopp þar sem öfl náttúrunnar sýna sig í aflmesta hver Evrópu sem hefur svo verið beisluð á notalega baðstaðnum Kraumu. En þar ræður stórbrotinn skandínavískur arkítektúr ríkjum.

Golfi við fossinn Glanna, að Hamri og í Húsafelli.

Nálægt má einnig finna náttúruperlur á borð við Hraunfossa, Barnafoss, Grábrók, Paradísarlaut og fossinn Glanni stutt frá.