Viðburðir

Salir í sveit

Viðburðir á Efra Nesi

Er veisla, viðburður eða stórafmæli í vændum?

Þegar góða veislu skal gjöra er staðsetningin algjört lykilatriði og sveitarómansinn á Efra Nesi bregst ekki vonum neins.

Býlið hefur allt verið uppgert af mikilli gaumgæfni og býður staðurinn nú upp á ótrúlega möguleika til veisluhalda. Efra Nes er dásamlega afvikið en á sama tíma einungis í um klukkustundar akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

Heimtröðin er innrömmuð með háum trjám og sjarminn er fundinn í smáatriðinum sem hefur verið hugað að í hverju skrefi. Teymi okkar töfrar fram máltíðir unnar úr gæðahráefnum sem fengin eru að mestu úr nærumhverfi og árstíðir spila stóran sess.

Allt er unnið eftir höfði hvers og eins og jafn sjálfsagt að kitla bragðlaukana með einfaldri en gómsætri grilluppsetningu eins og að þjóna til borða við margra rétta stórveislur.

Sendu okkur fyrirspurn á efranes@efranes.is

Aðstaðan

Bærinn hefur upp á ótrúlega möguleika að bjóða og spila árstíðirnar stór hlutverk í öllu, hvort sem það er matseld, framreiðsla, skreytingar eða iðja. Við vinnum eftir óskum hvers og eins og hvort sem það er varðeldur að vetri, harmonikkuhopp að hausti, valskennsla að vori eða sveitabrúðkaup að sumri þá látum við þá drauma rætast.


Rýmin sem eru í boði eru þrjú:

Hlaðan - allt að 150 manns

Fjósið - allt að 130 manns

Explorers room - 10 manns

Við Fjósið má finna dýrindis úti aðstöðu þar sem bekkir eru klæddir gærum og hlýjum teppum og taka hlýlega á móti gestum sem geta þar tyllt sér og notið töfra augnabliksins. Bálstæði stendur svo í miðjunni þar sem hægt er að ylja sér þegar kólna tekur. Hér getur oft verið gaman að grípa í söngbækurnar eða fá músíkanta til að leika fyrir mannskapinn.

Skjávarpi, hljóðkerfi, míkrafónar og sýningartjald eru á staðnum fyrir þá sem óska eftir afnotum og því allt til alls fyrir skemmtiatriði eða aðrar smellnar uppákomur.

Fullkomið fyrir brúðkaup

Draumurinn um rómantísk sveitabrúðkaup rætist á Efra Nesi!
Hér koma saman sérfræðingar í veislu og viðburðarhaldi og töfra fram ógleymanlega veislu með bragðgóðum gæðamat unnum úr hráefnum úr nærumhverfinu og framúrskarandi þjónustu þar sem leitast er eftir því að gera allt eftir höfði brúðhjónanna.

Innifalin er prívat aðstaða fyrir brúðhjónin þar sem hægt er að hafa klæðaskipti eða punta upp á sig. Aðstaðan er í takt við allan brag staðarins og hentar því einstaklega vel fyrir nærmyndir ef ljósmyndari er með í för.

Við sníðum veisluna eftir þörfum hvers og eins og getum útvegað skreytingar, veislustjóra, tónlistarfólk, ljósmyndara, akstursþjónustu eða annað sem tilvonandi hjónum kann að hugnast. Fjölbreyttar veitingar eru í boði, allt frá grillveislum til samsettra matseðla sem fyrsta flokks þjónar okkar reiða fram.
Á Efra Nesi er til taks fallegur vintage brúðarbíll, gamall uppgerður traktor og hestvagn sem hægt er að bóka aukalega fyrir veisluna.

Hvert einasta atriði er úthugsað ítarlega á Efra Nesi og er brúðarbílinn að sjálfsögðu þar engin undantekning. Hann var sérstaklega innfluttur frá Bretlandi og passar laglega inn í þá sveitarómantík sem nú þegar setur brag sinn á allt svæðið. Hann er af gerðinni Morris Minor 1000 og er fallega blár að lit. Sé þess óskað er hann á staðnum til afnota.