Er veisla, viðburður eða stórafmæli í vændum?
Þegar góða veislu skal gjöra er staðsetningin algjört lykilatriði og sveitarómansinn á Efra Nesi bregst ekki vonum neins.
Býlið hefur allt verið uppgert af mikilli gaumgæfni og býður staðurinn nú upp á ótrúlega möguleika til veisluhalda. Efra Nes er dásamlega afvikið en á sama tíma einungis í um klukkustundar akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Heimtröðin er innrömmuð með háum trjám og sjarminn er fundinn í smáatriðinum sem hefur verið hugað að í hverju skrefi. Teymi okkar töfrar fram máltíðir unnar úr gæðahráefnum sem fengin eru að mestu úr nærumhverfi og árstíðir spila stóran sess.
Allt er unnið eftir höfði hvers og eins og jafn sjálfsagt að kitla bragðlaukana með einfaldri en gómsætri grilluppsetningu eins og að þjóna til borða við margra rétta stórveislur.
Sendu okkur fyrirspurn á efranes@efranes.is