Sveitabrúðkaup í Borgarfirði

Hlaðan og Fjósið

Sveitabrúðkaup

Draumurinn um rómantísk sveitabrúðkaup rætist á Efra Nesi.

Býlið hefur upp á tvo sali að bjóða, Fjósið og Hlöðuna, sem hvor um sig hefur verið tekinn í gegn og umturnað í sælureiti í sveit. Hinn svokallaði hrjúfi sveitastíll ræður yfirbragði og svífur yfir í allri framkvæmd.


Hér koma saman sérfræðingar í veislu og viðburðarhaldi og töfra fram ógleymanlega veislu með bragðgóðum gæðamat unnum úr hráefnum úr nærumhverfinu og framúrskarandi þjónustu þar sem leitast er eftir því að gera allt eftir höfði brúðhjónanna.

Innifalin er prívat aðstaða fyrir brúðhjónin þar sem hægt er að hafa klæðaskipti eða punta upp á sig. Aðstaðan er í takt við allan brag staðarins og hentar því einstaklega vel fyrir nærmyndir ef ljósmyndari er með í för.

Sendu okkur fyrirspurn á efranes@efranes.is


Veislan

Við sníðum veisluna eftir þörfum hvers og eins og getum útvegað skreytingar, veislustjóra, tónlistarfólk, ljósmyndara, akstursþjónustu eða annað sem tilvonandi hjónum kann að hugnast. Fjölbreyttar veitingar eru í boði, allt frá grillveislum til samsettra matseðla sem fyrsta flokks þjónar okkar reiða fram.

Á Efra Nesi er til taks fallegur vintage brúðarbíll, gamall uppgerður traktor og hestvagn sem hægt er að bóka aukalega fyrir veisluna.

Brúðarbíllinn

Hvert einasta atriði er úthugsað ítarlega á Efra Nesi og er brúðarbílinn að sjálfsögðu þar engin undantekning. Hann var sérstaklega innfluttur frá Bretlandi og passar laglega inn í þá sveitarómantík sem nú þegar setur brag sinn á allt svæðið. Hann er af gerðinni Morris Minor 1000 og er fallega blár að lit. Sé þess óskað er hann á staðnum til afnota.

Athöfnin

Í Borgarfirði má finna kirkjur af ýmsum stærðum og gerðum, eftir því sem hentar ykkar brúðkaupi. Hér eru nokkrar í nærumhverfi Efra Ness.

Stafholtskirkja - 12 km frá Efra Nesi

Reykholtskirkja - 18 km frá Efra Nesi

Hvanneyrarkirkja - 30 km frá Efra Nesi

Borgarneskirkja - 30 km frá Efra Nesi

Stóra-Áskirkja - 32 km frá Efra Nesi

Lundarkirkja - 35 km frá Efra Nesi


Öðruvísi athöfn?

Við höfum opin hug þegar kemur að athöfninni sjálfri og það kennir ýmissa grasa í sveitinni þegar kemur að fallegum stöðum fyrir athöfn.

Hvað með að gifta sig inni í hraun- eða íshelli, uppá jökli, í fallegu rjóðri eða í hlöðunni á Efra Nesi? Við aðstoðum ykkur að finna rétta staðinn.

Staðsetningin

Við árbakka hinnar frægu Þverá í Borgarfirði stendur býlið Efra Nes. Umlukið fallegri náttúru stendur húsið hátt, hvítt með rauðu þaki, allt eftir íslenskri sveitahefð. Útsýnið frá bænum er dáleiðandi og við hvetjum fólk til að stoppa í stað og njóta augnabliksins og töfra staðarins.

Nálægt má finna Kleppjárnsreyki, sundlaug og lífrænan grænmetismarkað. Einnig er þar nærri Deildartunguhver, sá orkumesti sem finnst hérlendis og við hlið hans bað paradísina Kraumu. Fyrir þau sem leita enn stærri ævintýra má í nágrenni finna ferðir upp á jökla í íshella eða niður í jörð inn í hraunhella. Einnig eru náttúruperlur eins og Hraunfossar, Grábrók, Paradísarlaut og fossinn Glanni stutt frá sem og afbragðs golfvellirnir við Glanna, að Hamri og í Húsafelli.