Draumurinn um rómantísk sveitabrúðkaup rætist á Efra Nesi.
Býlið hefur upp á tvo sali að bjóða, Fjósið og Hlöðuna, sem hvor um sig hefur verið tekinn í gegn og umturnað í sælureiti í sveit. Hinn svokallaði hrjúfi sveitastíll ræður yfirbragði og svífur yfir í allri framkvæmd.
Hér koma saman sérfræðingar í veislu og viðburðarhaldi og töfra fram ógleymanlega veislu með bragðgóðum gæðamat unnum úr hráefnum úr nærumhverfinu og framúrskarandi þjónustu þar sem leitast er eftir því að gera allt eftir höfði brúðhjónanna.
Innifalin er prívat aðstaða fyrir brúðhjónin þar sem hægt er að hafa klæðaskipti eða punta upp á sig. Aðstaðan er í takt við allan brag staðarins og hentar því einstaklega vel fyrir nærmyndir ef ljósmyndari er með í för.
Sendu okkur fyrirspurn á efranes@efranes.is