Við bakka Þverár í Borgarfirði stendur býlið Efra Nes með geysifallegt útsýni til allra átta. Aðeins um klukkustundar akstur er frá Reykjavík að býlinu. Á Efra Nesi er frábær aðstaða til að hlaða batteríin og njóta náttúrunnar. Einnig er þetta fullkominn staður fyrir hverskyns viðburði, stóra sem smáa. Auðvelt er að aðlaga salina að hverjum viðburði fyrir sig hvort sem um er að ræða brúðkaup, veislur, fundi eða námskeið. Efra Nes hefur verið gert upp að miklu leiti undanfarin ár og er nú allt í rómantískum sveitastíl, óheflaður en á sama tíma hefur hvert smáatriði fengið athygli. Eigendurnir hafa í gegnum árin safnað að sér fallegum mublum og söguríkum munum sem gefa hverju rými einstakan sjarma.
Skemmtileg útiaðstaða er fyrir framan Fjósið, en þar má finna verönd með bekkjum og bálstæði. Sem gjarnan eru skreytt með gærum og ullarteppum þegar að kólna tekur. Þetta er því fullkomið til að njóta notalegrar stundar. Hljóðkerfi er á staðnum, myndvarpi og allt það helsta til að halda góðan viðburð.
Boðið er uppá fjölbreyttar og gómsætar veitingar, allt eftir óskum hvers og eins sem kokkur staðarins útbýr af sinni kostgæfni úr því ferskasta úr nærumhverfinu að hverju sinni.
Starfsfólk okkar eru sérfræðingar í gistingu, veislu- og viðburðarstjórnun og eru til staðar í gegnum allt ferlið við að hanna hið fullkomna frí eða viðburð!